Leiðbeinendur
Finna má leiðbeinendur sem lögðu sitt af mörkum við að leiðbeina þáttakendum Gagnaþonsins hér.
Eftirfarandi stofnanir leggja fram gögn:
- Lofslagsbókhald Hagkerfis Íslands
Losun gróðurhúsalofttegunda eftir atvinnugreinum, árum og helstu tegundum gróðurhúsalofts
- Gögn úr National Inventory Report (NIR) skýrslu Umhverfisstofnunnar
Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi eftir UN-FCCC flokkun, árum og helstu tegundum gróðurhúsalofts (gögn koma frá umhverfisstofnun)
- Mannfjöldi á Íslandi eftir póstnúmerum, kyni og aldri
Mannfjöldatölur eftir fjölda íbúa með skráða búsetu eftir póstnúmerum. Þessar tölur gefa innsýn inn í aldursdreifingu eftir svæðum og árum
- Fjöldi herbergja og rúma á hótelum eftir landsvæðum
Framboð á gistirými gefur til kynna umsvif ferðamannaiðnaðar eftir landsvæðum.
- Fjöldi starfandi eftir búsetu, bakgrunni, aldri og árum
Tölurnar segja til um möguleika á störfum og aldursdreifingu þeirra sem eru starfandi eftir landsvæðum. Þessar tölur hafa fylgni með fólksflutningum
- Magn úrgangs og meðhöndlun
Töluleg gögn um magn og úrvinnslu úrgangs eftir grófri tegund (gögn koma frá Umhverfisstofnun)
- Innflutningur og útflutningur á efnum sem hafa bein áhrif á umhverfi
Magn efna (í kg) er skráð eftir því hvort að efnin séu flutt inn eða út samkvæmt tollafgreiðslu fyrir hvert ár aftur til ársins 2001. Efnum er skipt niður í „Kol“, „Fluor-efni“, „Eldsneyti“ og „Ólífrænn áburður“. Frekara niðurbrot er mögulegt ef þurfa þykir. Innflutningsaðilar eru einkendir eftir ISAT 2008 bálki atvinnugreinar (t.d. C=Iðnaður, G=Verslun o.s.frv)
Skoða gagnasett hér
- IS 50V
1:50.000 grunngagnagrunnur LMÍ. Samanstendur af örnefnum, vatnafari, samgöngum, stjórnsýslumörkum, strandlínu, mannvirkjum, hæðargögnum og yfirborði.
- CORINE – landflokkun/landnotkun
Kortlagt fyrir allt landið fyrir árin 2000, 2006, 2012 ,2018 og útbúin eru sérstök breytingarlög á milli áranna þar sem hægt er að skoða allar breytingar þ.á.m. jöklabreytingar. Verkefnið fyrirfinnst víða um Evrópu og er því auðvelt að bera saman landnotkun og breytingar á milli landa þar sem samskonar flokkun er framkvæmd í öðrum löndum.
- ÍslandsDEM v.0
Landhæðalíkan með 2m upplausn.
- Vefkort
Eigum nokkur vefkort sem hægt er að nota sem bakgrunn þ.á.m. Atlaskort sem eru gömul kort frá Dönum í 1:100þ, AMS kort frá Ameríkönum í 1:50þ og vefkort sem búin eru til nýjum gögnum.
- Loftmyndasafn
Óstaðsettar loftmyndir. Myndirnar eru teknar frá 1937 til 2000 alls um 140.000 myndir en um helmingur þeirra hefur verið skannaður og er aðgengilegur á vef LMÍ.
- Reitakerfi Íslands
Samræmt reitakerfi fyrir Ísland sem er upplagt að nota til þess að birta ýmiskonar tölfræði.
- Frumorkunotkun (orkumælaborð)
Skipt í vatnsafl, jarðhita og eldsneyti. Hægt að bora sig niður á virkjun og jafnvel borholu fyrir jarðhita. Hægt að bora sig niður á tegund eldsneytis.
- Borholuskrá
Skrá yfir 14.500 borholur á Íslandi, boraðar allt frá árinu 1904
- Kortasafn
Kortasafn Orkustofnunar samanstendur annars vegar af kortum sem orðið hafa til í starfsemi stofnunarinnar og hjá forvera hennar Raforkumálaskrifstofunni sem og af kortum (orkugrunnkortum) frá Landsvirkjun og RARIK af virkjanasvæðum landsins. Hins vegar eru í safninu kort sem aflað hefur verið frá ýmsum aðilum hér á landi og erlendis.
- Rammaáætlun 3
Staðsetning virkjanakosta sem voru til umfjöllunar í 3 áfanga rammaáætlunar.
- Orkunotkun – notkunarflokkar
Orkunotkun eftir notkunarflokkum skipt í jarðhita, raforku og eldsneyti.
- Skrá yfir útgefin leyfi
Skrá yfir öll leyfi Orkustofnunar, bæði þau sem eru í gildi og útrunnin.
- Friðlýst svæði
Friðlýst svæði á Íslandi flokkað niður í nokkra friðlýsingarflokka.
- Loftgæðagögn
Live gögn á api.ust.is frá 36 mælistöðvum, verið að vinna í að útbúa gögn aftur í tímann
- Úrgangstölur
Tölur um heildarmagn úrgangs, endurvinnslu og endurnýtingu á landsvísu
- Veiðitölur
Tölur úr veiðiskýrslum veiðimanna frá 1998-2017
- Losunarbókhald Íslands með gróðurhúsalofttegundir
Losunarbókhald Íslands með gróðurhúsalofttegundir er bókhald um bæði losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti og er unnið í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar
- Flutningur hættulegs úrgangs
Magn spilliefna sem flutt er úr landi.
- Open API gögn
Lýsing TBA
- Veður, ofanflóð og jarðskjálftagögn
Lýsing TBA
- Veðurkort til að embedda á vefsíður
Lýsing TBA
Mörg gagnasett sem sett hafa verið inn frá hinum ýmsu stofnunum.
https://opingogn.is/
- Útbreiðsla alaskalúpínu á Íslandi, 3. útgáfa 1: 1.000
Endurskoðað kortlagningu á útbreiðslu alaskalúpínu á landinu, flákalag.
Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis), sem skilgreind er sem ágeng, framandi plöntutegund hér á landi, er orðin mjög útbreidd og þekur víða stór svæði. Hún veldur miklum breytingum á náttúrufari þar sem hún breiðist um.
- Sérstök vernd náttúrufyrirbæra 1:50.000
Náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd (60/2013). Birkiskógar eru undanskildir.
- Selalátur við strendur Íslands – 1:25.000,
Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá. Þessi náttúrufyrirbæri eru: votlendi, stöðuvötn og tjarnir, sjávarfitjar og leirur, mikilvægir birkiskógar, eldvörp, eldhraun, gervigígar og hraunhellar frá nútíma, fossar, hverir og aðrar heitar uppsprettur. Þau eru öll, birt í kortasjá NÍ fyrir utan birkiskóga sem Skógræktin sér um.
- Vistgerðir á Íslandi: ferskvatn, fjörur og jarðhiti
Vistgerðir á Íslandi: ferskvatn og fjörur. Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu ferskvatns- og fjöruvistgerða á Íslandi. Alls hafa verið ákvarðaðar 17 vistgerðir fyrir ferskvatn og 24 vistgerðir fyrir fjörur. Ferskvatnsvistgerðir skiptast í tvö þrep, en fjöruvistgerðir í fimm þrep. Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012). Landupplýsingaþekjan fyrir jarðhita, ferskvatns- og fjöruvistgerðir er á vektorfromi. Vektorþekjurnar eru flestar flákaþekjur, en fyrir ferskvatn er einnig línu- og punktaþekja. Gögn fyrir stöðuvötn (vg2 = V1) eru fjarlægð tímabundið úr niðurhalsþjónustu vegna ágreinings um grunnkort Loftmynda ehf. en þekjan er sýnileg í kortasjá. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreining vistgerða má sjá í ritinu: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s. og á vef Náttúrufræðistofnunar.
- Jarðfræðikort af Íslandi – Berggrunnur – 1:600.000
Jarðfræðikorti af Íslandi – Berggrunnur – 1:600.000 [Geological Map of Iceland – Bedrock geology – 1:600.000]. Berggrunnskort af Íslandi sýnir stærstu drættina í jarðfræði landsins. Jarðlög eru flokkuð eftir aldri, gerð og samsetningu. Kortið sýnir vel gosbelti landsins og dreifingu gossstöðva frá nútíma. Nútímahraunum er skipt í forsöguleg og söguleg hraun (yngri en 871 e. Kr. ).
- Jarðfræðikort af Íslandi – Höggun – 1:600.000
Höggunarkort af Íslandi sýnir jarðfræði landsins á nýstárlegan hátt. Jarðlög eru flokkuð eftir aldri en ekki eftir gerð og samsetningu. Sýnd eru eldstöðvakerfi, þ.e. megineldstöðvar, sprungu- og gangareinar, bæði virkar og útkulnaðar. Einnig eru sýnd helstu brotakerfi landsins og halli jarðlaga. Kortið gefur innsýn í jarðfræðilega byggingu landsins.
- Gróðurkort af Miðhálendi Íslands 1:25.000
Mörk kortlagða svæðisins miðast við svæðisskipulag frá 1999, en innan þess svæðis er 13% lands enn ókortlagt. Gróður á kortinu er flokkaður eftir ríkjandi og einkennandi tegundum plantna í um 100 gróðurfélög eftir gróðurflokkunarkerfi Steindórs Steindórssonar (sjá www.ni.is/sites/ni.is/files/atoms/files/Grodurlykill-20X20kort_Isl_midhalendi.pdf eða www.ni.is/media/midlunogthjonusta/utgafa/utgafa_kort/Grodurlykill-20X20kort_Ensk_midhalendi.pdf). Land sem hefur minni gróðurþekju en 10% er flokkað í 14 landgerðir eftir eðliseiginleikum lands. Gróið land er flokkað í fjóra þekjuflokka þ.e. algróið > 90% gróðurhula, 75% gróðurhula (x), 50% gróðurhula (z) og 25% gróðurhula (þ). Kortið er byggt á mismunandi gömlum vettvangsgögnum NÍ og Rala frá því gróðurkortagerð hófst á Íslandi 1955 til dagsins í dag. Við gerð stafræna kortsins voru öll vettvangsgögn endurteiknuð og uppfærð með skjáteiknun ofan á nýjustu myndkort frá Loftmyndum ehf. og Spot 5 gervitunglamyndum. Nákvæmni kortsins miðast við mælikvarða 1:25.000.
- Vistgerðir á Íslandi: land
Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu landvistgerða á Íslandi.Alls hafa verið ákvarðaðar 64 vistgerðir á landi og skiptast í 12 meginflokka (vistlendi). Innan landvistgerða eru fjórar jarðhitavistgerðir sem finnast á háhita- og lághitasvæðum landsins. Landvistgerðir er skipt upp í tvö þrep.Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012) .Í 2. útgáfu vistgerðakortsins 2018 eru eingöngu landvistgerðir endurskoðaðar. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreining vistgerða má sjá í ritinu: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s. og á vef Náttúrufræðistofnunar.
Hafsteinn Einarsson
Lektor í tölvunarfræði
Háskóli Íslands
Sigrún Ágústsdóttir
Forstjóri
Umhverfisstofnun
Karl Friðriksson
Forstöðumaður
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Dómarar - Besta endurbætta lausnin
Hlynur Hallgrímsson
Gagnasérfræðingur
Reykjavíkurborg
Magnús Þór Torfason
Félagsvísindasvið
Háskóli Íslands
Auður Önnu Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri
Landvernd
Dómarar - Besta hugmyndin
Guolin Fang
Frumkvöðull
Vífill Harðarson
Alþjóðafulltrúi
Ungir umhverfissinnar
Katrín Jónsdóttir
Verkefnastjóri
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Hvað er gagnaþon?

Framkvæmdaraðilar

Kristjana Björk Barðdal
Verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Stefán Örn Snæbjörnsson
Verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Hulda B. Kjærnested Baldursdóttir
Verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Margrét Einarsdóttir
Verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands