Mentors
We encourage everyone that are interested to sign up as mentors, more information here.
Timeline

Open data
- Útbreiðsla alaskalúpínu á Íslandi, 3. útgáfa 1: 1.000
Endurskoðað kortlagningu á útbreiðslu alaskalúpínu á landinu, flákalag.
Alaskalúpína (Lupinus nootkatensis), sem skilgreind er sem ágeng, framandi plöntutegund hér á landi, er orðin mjög útbreidd og þekur víða stór svæði. Hún veldur miklum breytingum á náttúrufari þar sem hún breiðist um.
- Sérstök vernd náttúrufyrirbæra 1:50.000
Náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. gr. laga um náttúruvernd (60/2013). Birkiskógar eru undanskildir.
- Selalátur við strendur Íslands – 1:25.000,
Náttúrufræðistofnun Íslands heldur skrá yfir náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum og birtir í kortasjá sem jafnframt er viðauki við náttúruminjaskrá. Þessi náttúrufyrirbæri eru: votlendi, stöðuvötn og tjarnir, sjávarfitjar og leirur, mikilvægir birkiskógar, eldvörp, eldhraun, gervigígar og hraunhellar frá nútíma, fossar, hverir og aðrar heitar uppsprettur. Þau eru öll, birt í kortasjá NÍ fyrir utan birkiskóga sem Skógræktin sér um.
- Vistgerðir á Íslandi: ferskvatn, fjörur og jarðhiti
Vistgerðir á Íslandi: ferskvatn og fjörur. Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu ferskvatns- og fjöruvistgerða á Íslandi. Alls hafa verið ákvarðaðar 17 vistgerðir fyrir ferskvatn og 24 vistgerðir fyrir fjörur. Ferskvatnsvistgerðir skiptast í tvö þrep, en fjöruvistgerðir í fimm þrep. Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012). Landupplýsingaþekjan fyrir jarðhita, ferskvatns- og fjöruvistgerðir er á vektorfromi. Vektorþekjurnar eru flestar flákaþekjur, en fyrir ferskvatn er einnig línu- og punktaþekja. Gögn fyrir stöðuvötn (vg2 = V1) eru fjarlægð tímabundið úr niðurhalsþjónustu vegna ágreinings um grunnkort Loftmynda ehf. en þekjan er sýnileg í kortasjá. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreining vistgerða má sjá í ritinu: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s. og á vef Náttúrufræðistofnunar.
- Jarðfræðikort af Íslandi – Berggrunnur – 1:600.000
Jarðfræðikorti af Íslandi – Berggrunnur – 1:600.000 [Geological Map of Iceland – Bedrock geology – 1:600.000]. Berggrunnskort af Íslandi sýnir stærstu drættina í jarðfræði landsins. Jarðlög eru flokkuð eftir aldri, gerð og samsetningu. Kortið sýnir vel gosbelti landsins og dreifingu gossstöðva frá nútíma. Nútímahraunum er skipt í forsöguleg og söguleg hraun (yngri en 871 e. Kr. ).
- Jarðfræðikort af Íslandi – Höggun – 1:600.000
Höggunarkort af Íslandi sýnir jarðfræði landsins á nýstárlegan hátt. Jarðlög eru flokkuð eftir aldri en ekki eftir gerð og samsetningu. Sýnd eru eldstöðvakerfi, þ.e. megineldstöðvar, sprungu- og gangareinar, bæði virkar og útkulnaðar. Einnig eru sýnd helstu brotakerfi landsins og halli jarðlaga. Kortið gefur innsýn í jarðfræðilega byggingu landsins.
- Gróðurkort af Miðhálendi Íslands 1:25.000
Mörk kortlagða svæðisins miðast við svæðisskipulag frá 1999, en innan þess svæðis er 13% lands enn ókortlagt. Gróður á kortinu er flokkaður eftir ríkjandi og einkennandi tegundum plantna í um 100 gróðurfélög eftir gróðurflokkunarkerfi Steindórs Steindórssonar (sjá www.ni.is/sites/ni.is/files/atoms/files/Grodurlykill-20X20kort_Isl_midhalendi.pdf eða www.ni.is/media/midlunogthjonusta/utgafa/utgafa_kort/Grodurlykill-20X20kort_Ensk_midhalendi.pdf). Land sem hefur minni gróðurþekju en 10% er flokkað í 14 landgerðir eftir eðliseiginleikum lands. Gróið land er flokkað í fjóra þekjuflokka þ.e. algróið > 90% gróðurhula, 75% gróðurhula (x), 50% gróðurhula (z) og 25% gróðurhula (þ). Kortið er byggt á mismunandi gömlum vettvangsgögnum NÍ og Rala frá því gróðurkortagerð hófst á Íslandi 1955 til dagsins í dag. Við gerð stafræna kortsins voru öll vettvangsgögn endurteiknuð og uppfærð með skjáteiknun ofan á nýjustu myndkort frá Loftmyndum ehf. og Spot 5 gervitunglamyndum. Nákvæmni kortsins miðast við mælikvarða 1:25.000.
- Vistgerðir á Íslandi: land
Vistgerðakortið sýnir útbreiðslu landvistgerða á Íslandi.Alls hafa verið ákvarðaðar 64 vistgerðir á landi og skiptast í 12 meginflokka (vistlendi). Innan landvistgerða eru fjórar jarðhitavistgerðir sem finnast á háhita- og lághitasvæðum landsins. Landvistgerðir er skipt upp í tvö þrep.Við skilgreiningu og flokkun vistgerða á Íslandi var tekið mið af EUNIS-flokkunarkerfinu (European Environment Agency 2012) .Í 2. útgáfu vistgerðakortsins 2018 eru eingöngu landvistgerðir endurskoðaðar. Frekari upplýsingar um flokkun og skilgreining vistgerða má sjá í ritinu: Jón Gunnar Ottósson, Anna Sveinsdóttir og María Harðardóttir, ritstj. 2016. Vistgerðir á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 54. 299 s. og á vef Náttúrufræðistofnunar.
Mörg gagnasett sem sett hafa verið inn frá hinum ýmsu stofnunum.
https://opingogn.is/
- Open API gögn
Lýsing TBA
- Veður, ofanflóð og jarðskjálftagögn
Lýsing TBA
- Veðurkort til að embedda á vefsíður
Lýsing TBA
- Friðlýst svæði
Friðlýst svæði á Íslandi flokkað niður í nokkra friðlýsingarflokka.
- Loftgæðagögn
Live gögn á api.ust.is frá 36 mælistöðvum, verið að vinna í að útbúa gögn aftur í tímann
- Úrgangstölur
Tölur um heildarmagn úrgangs, endurvinnslu og endurnýtingu á landsvísu
- Veiðitölur
Tölur úr veiðiskýrslum veiðimanna frá 1998-2017
- Losunarbókhald Íslands með gróðurhúsalofttegundir
Losunarbókhald Íslands með gróðurhúsalofttegundir er bókhald um bæði losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti og er unnið í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar
- Flutningur hættulegs úrgangs
Magn spilliefna sem flutt er úr landi.
- Frumorkunotkun (orkumælaborð)
Skipt í vatnsafl, jarðhita og eldsneyti. Hægt að bora sig niður á virkjun og jafnvel borholu fyrir jarðhita. Hægt að bora sig niður á tegund eldsneytis.
- Borholuskrá
Skrá yfir 14.500 borholur á Íslandi, boraðar allt frá árinu 1904
- Kortasafn
Kortasafn Orkustofnunar samanstendur annars vegar af kortum sem orðið hafa til í starfsemi stofnunarinnar og hjá forvera hennar Raforkumálaskrifstofunni sem og af kortum (orkugrunnkortum) frá Landsvirkjun og RARIK af virkjanasvæðum landsins. Hins vegar eru í safninu kort sem aflað hefur verið frá ýmsum aðilum hér á landi og erlendis.
- Rammaáætlun 3
Staðsetning virkjanakosta sem voru til umfjöllunar í 3 áfanga rammaáætlunar.
- Orkunotkun – notkunarflokkar
Orkunotkun eftir notkunarflokkum skipt í jarðhita, raforku og eldsneyti.
- Skrá yfir útgefin leyfi
Skrá yfir öll leyfi Orkustofnunar, bæði þau sem eru í gildi og útrunnin.
Skoða gagnasett hér
- IS 50V
1:50.000 grunngagnagrunnur LMÍ. Samanstendur af örnefnum, vatnafari, samgöngum, stjórnsýslumörkum, strandlínu, mannvirkjum, hæðargögnum og yfirborði.
- CORINE – landflokkun/landnotkun
Kortlagt fyrir allt landið fyrir árin 2000, 2006, 2012 ,2018 og útbúin eru sérstök breytingarlög á milli áranna þar sem hægt er að skoða allar breytingar þ.á.m. jöklabreytingar. Verkefnið fyrirfinnst víða um Evrópu og er því auðvelt að bera saman landnotkun og breytingar á milli landa þar sem samskonar flokkun er framkvæmd í öðrum löndum.
- ÍslandsDEM v.0
Landhæðalíkan með 2m upplausn.
- Vefkort
Eigum nokkur vefkort sem hægt er að nota sem bakgrunn þ.á.m. Atlaskort sem eru gömul kort frá Dönum í 1:100þ, AMS kort frá Ameríkönum í 1:50þ og vefkort sem búin eru til nýjum gögnum.
- Loftmyndasafn
Óstaðsettar loftmyndir. Myndirnar eru teknar frá 1937 til 2000 alls um 140.000 myndir en um helmingur þeirra hefur verið skannaður og er aðgengilegur á vef LMÍ.
- Reitakerfi Íslands
Samræmt reitakerfi fyrir Ísland sem er upplagt að nota til þess að birta ýmiskonar tölfræði.
- Lofslagsbókhald Hagkerfis Íslands
Losun gróðurhúsalofttegunda eftir atvinnugreinum, árum og helstu tegundum gróðurhúsalofts
- Gögn úr National Inventory Report (NIR) skýrslu Umhverfisstofnunnar
Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi eftir UN-FCCC flokkun, árum og helstu tegundum gróðurhúsalofts (gögn koma frá umhverfisstofnun)
- Mannfjöldi á Íslandi eftir póstnúmerum, kyni og aldri
Mannfjöldatölur eftir fjölda íbúa með skráða búsetu eftir póstnúmerum. Þessar tölur gefa innsýn inn í aldursdreifingu eftir svæðum og árum
- Fjöldi herbergja og rúma á hótelum eftir landsvæðum
Framboð á gistirými gefur til kynna umsvif ferðamannaiðnaðar eftir landsvæðum.
- Fjöldi starfandi eftir búsetu, bakgrunni, aldri og árum
Tölurnar segja til um möguleika á störfum og aldursdreifingu þeirra sem eru starfandi eftir landsvæðum. Þessar tölur hafa fylgni með fólksflutningum
- Magn úrgangs og meðhöndlun
Töluleg gögn um magn og úrvinnslu úrgangs eftir grófri tegund (gögn koma frá Umhverfisstofnun)
- Innflutningur og útflutningur á efnum sem hafa bein áhrif á umhverfi
Magn efna (í kg) er skráð eftir því hvort að efnin séu flutt inn eða út samkvæmt tollafgreiðslu fyrir hvert ár aftur til ársins 2001. Efnum er skipt niður í “Kol”, “Fluor-efni”, “Eldsneyti” og “Ólífrænn áburður”. Frekara niðurbrot er mögulegt ef þurfa þykir. Innflutningsaðilar eru einkendir eftir ISAT 2008 bálki atvinnugreinar (t.d. C=Iðnaður, G=Verslun o.s.frv)
Organizers

Margrét Einarsdóttir
Verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Hulda B. Kjærnested Baldursdóttir
Verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Stefán Örn Snæbjörnsson
Verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Kristjana Björk Barðdal
Verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöð Íslands