Gagnahakkaþon eða gagnaþon er einskonar hugmynda / uppfinninga maraþon eða nýsköpunarhraðall þar sem keppendur „hakka“ vandamál eða verkefni, þ.e. finna skapandi lausnir. Þátttakendur keppa í teymum þar sem þeir þróa hugmynd eða tæknilausn frá grunni. Afurðin getur verið í formi hugmyndar, vefsíðu, smáforrits, smátækis eða einhvers annars, þar er sköpunaraflið eina takmörkunin.
Í Gagnaþoni fyrir umhverfið er umhverfisváin í brennidepli og er keppendum þurfa að nota opinber gagnasett til að „hakka“ vandann. Keppt er í teymum og markmiðið að þróa saman lausn, sem uppfyllir skilyrði í einum af þremur flokkum keppninnar.