Hvað er gagnaþon/hakkaþon?

Gagnahakkaþon eða gagnaþon er einskonar hugmynda / uppfinninga maraþon eða nýsköpunarhraðall þar sem keppendur „hakka“ vandamál eða verkefni, þ.e. finna skapandi lausnir. Þátttakendur keppa í teymum þar sem þeir þróa hugmynd eða tæknilausn frá grunni. Afurðin getur verið í formi hugmyndar, vefsíðu, smáforrits, smátækis eða einhvers annars, þar er sköpunaraflið eina takmörkunin. 

Í Gagnaþoni fyrir umhverfið er umhverfisváin í brennidepli og er keppendum þurfa að nota opinber gagnasett til að „hakka“ vandann. Keppt er í teymum og markmiðið að þróa saman lausn, sem uppfyllir skilyrði í einum af þremur flokkum keppninnar.

Hvar og hvenær?

Gagnaþonið verður haldið í Háskóla Íslands og í gegnum netið og stendur yfir 12. – 19. ágúst. 

Topp 5 teymi í hverjum flokki verða tilkynnt þann 21. ágúst. Þann 24. ágúst kynna (e. pitch) topp 5 teymin lausnina sína fyrir dómnefnd og verður verðlaunaafhending haldin að lokum þann 26. ágúst.

Hver getur tekið þátt?

Gagnaþon fyrir umhverfið er öllum opið. 

Hver á hugréttindi að hugmyndinni minni? (e. intellectual property)

Þátttakendur og sigurvegarar Gagnaþonsins eiga alfarið réttindi á eigin lausnum og enginn annar. Skipuleggjendur Gagnaþonsins gera ekki tilkall til neinna réttinda á hugmyndum og lausnum sem skapast á Gagnaþoninu. Að sama skapi biðjum við þátttakendur að kynna ekki lausnir/hugmyndir, sem aðrir hafa skapað, án vitundar þeirra og samþykki.

Þarf ég að kunna að forrita til að taka þátt?

Engar kröfur eru gerðar til þess að keppendur séu með reynslu eða bakgrunn í forritun. Þó er ráðlegt að allavega einn teymismeðlimur hafi reynslu eða bakgrunn innan forritunar fyrir keppendur í flokkunum „Endurbætt Lausn“ og „Besta Gagnaverkefnið“ þar sem er skilyrði að skila inn kóða.

Þar sem ekki er gerð krafa um tæknibakgrunn hvetjum við fólk af öllum náms- og starfsbakgrunnum til að taka þátt í Gagnaþoninu. Gagnaþonið snýst um að finna nýskapandi lausnir fyrir umhverfið með því að nota opin gögn á vegum opinbera stofnana. Stór hluti ferlisins snýst um nýsköpun, hugmyndasköpun, hönnun og að ákveða skipulagningu og framkvæmd verkefnisins. Því er Gagnaþonið tilvalið tækifæri fyrir byrjendur og lengra komna til að koma saman og finna lausnir. Fjölbreytt teymi leiða af sér fjölbreyttar og skapandi lausnir.

Hver á réttindin að hugmyndinni minni ef ég vinn? (e. intellectual property)

Þátttakendur og sigurvegarar Gagnaþonsins eiga alfarið réttindi á eigin lausnum og enginn annar! Skipuleggjendur Gagnaþonsins gera ekki kröfu til neinna réttinda á hugmyndum og lausnum sem skapast á Gagnaþoninu. Að sama skapi biðjum við þátttakendur að kynna ekki lausnir/hugmyndir sem aðrir hafa skapað án þeirrar vitundar.

Hvernig tek ég þátt?

Til að taka þátt þarftu að:

  1. Skrá þig í gegnum heimasíðu Gagnaþonsins með því að smella á „Skrá sig hér“ hnappinn. Þetta á bæði við um skráningu einstaklinga og teyma, en mikilvægt er að allir meðlimir teymisins skrái sig sem einstaklingar á vefsíðu Gagnaþonsins til að taka þátt. Hægt er að gera breytingar á teyminu eftir að gagnaþonið hefst.
  2. Búa til aðgang á DevPost síðu Gagnaþonsins. Mikilvægt er að bíða ekki fram á síðustu stundu með að búa til aðgang að DevPost, þar sem teymin verða að nota vettvanginn til að skila inn lokalausn. Einnig er DevPost góður samskiptavettvangur til að kynna sér verkefni annara og finna liðsfélaga. 
  3. Skrá sig inn á Slack vinnurými Gagnaþonsins. Slack er sá samskiptamiðill þar sem flest samskipti milli þátttakenda, mentora og skipuleggjanda munu fara fram.
  4. Mynda teymi.
  5. Mæta á Gagnaþonið 12. ágúst — stafrænt eða á staðnum — og byrja að hakka!
  6. Skila lausn inn á DevPost fyrir 12:00 á hádegi, 19. ágúst 2020.

Get ég tekið þátt ein/einn/eitt eða þarf ég að vera í teymi?

Nei, ekki er hægt að keppa einn í Gagnaþoninu fyrir umhverfið; hvert og í hverju teymi verða að vera 2-5 manns. Keppendur geta myndað eigin teymi fyrir fram eða í gegnum samskiptamiðla Gagnaþonsins. Einnig munu skipuleggjendur Gagnaþonsins gangast fyrir viðburðum til að örva teymamyndun.

Hvernig verð ég hluti af teymi? / Hvernig mynda ég teymi?

Ef þátttakendur hafa myndað teymi fyrir Gagnaþonið skrá þá einfaldlega teymið, en mikilvægt að muna að allir félagar teymisins þurfa að skrá sig sem einstaklingar í gegnum vefsíðu Gagnaþonsins. Þáttakendur sem ekki eru hluti af teymi geta notað samskiptamiðla Gagnaþonsins til að finna aðra teymisfélaga. Einnig munu skipuleggjendur Gagnaþonsins halda viðburði þar sem keppendur geta kynnst og myndað teymi.

Get ég notað fyrirfram þróaða hugmynd?

Þátttakendur mega að sjálfsögðu koma með mótaðar hugmyndir, en þó þarf kóði og lokaafurð að vera þróuð á meðan á Gagnaþoninu stendur, ásamt því að skilyrði þess flokks sem lausn er skilað inn í séu uppfyllt. Mikilvægast er þó í öllum flokkum að skýr tenging sé á milli hugmyndarinnar og þeim opnu gagnasettum sem gefin hafa verið upp á vefsíðu Gagnaþonsins ásamt því að vera lausn á umhverfistengdri áskorun.

Kostar að taka þátt?

Það kostar ekkert að taka þátt í Gagnaþoninu. Ekki neitt. Ekki krónu. Ókeypis.

Má ég taka þátt í meira en einum flokki?

Þátttakendur geta aðeins tekið þátt í einum af þremur flokkum Gagnaþonsins. 

Hvernig nota ég Slack?

Ítarlegar upplýsingar um notkun og uppsetningu á Slack er að finna í leiðarvísi Gagnaþonsins.

Má skila lausninni á bæði ensku og íslensku?

Já það má skila á bæði ensku og íslensku. Heimasíða Gagnaþonsins er einnig aðgengileg fyrir bæði íslensku- og enskumælandi fólk.

Hvað eru opin gagnasett?

Opnu gagnasettin sem lögð eru fram á vefsíðu Gagnaþonsins eru gögn sem eru opin almenningi á vegum þeirra opinberu stofnana sem eru í samvinnu við Gagnaþonið. Gögn þessi eru flest upplýsingar og tölur sem tengjast umhverfismálum.

Hvaða gagnasett má ég nota?

Nota verður að minnsta kosti eitt af gagnasettum sem gefin eru upp á vefsíðu Gagnaþonsins, en til viðbótar má nota önnur viðeigandi gögn. Sértu í vafa er hægt að senda fyrirspurn á skipuleggjendur á Slack.

Hvernig er aðgengi fyrir hjólastóla?

Allir viðburðir Gagnaþons eru með góðu aðgengi fyrir hjólastóla.