Um vefinn

Um vefinn

Til stendur að halda hakkaþon undir yfirskriftinni Hack the Crisis Iceland sem miðar að því að vinna að áskorunum sem steðja að íslensku samfélagi vegna Covid-19 hvað varðar heilsu, velferð, menntamál og efnahag. Markmiðið er að fá samfélagið til þess að vinna að lausnum við raunverulegum áskorunum sem geta nýst til góða á sama tíma og verið er að örva nýsköpun í landinu. Lönd út um allan heim hafa verið að fara þessa leið með góðum árangri en viðlíka hakkaþon hafa verið haldin á öllum hinum Norðurlöndunum. Hakkaþonið mun fara fram í gegnum netið, þar sem lið keppast um peningaverðlaun. Hakkaþonið mun fara fram í 22.-25. maí og stendur yfir í 96 klukkustundir.

 

Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Teymunum býðst einnig að sækja vinnustofur og tala við mentora sem hjálpa þeim í gegnum ferlið.

 

Óskað er eftir hugmyndum að áskorunum frá samfélaginu fyrir þátttakendur að leysa á hakkaþoninu. Áskoranirnar geta verið allt frá velferðarmálum til menntamála og heilbrigðisþjónustu eða einhverju allt öðru.

 

Hvernig getur þú lagt lið?

 

-leggja fram áskorun

-útvega búnað

-útvega mentora

-halda fyrirlestur

-sitja í dómnefnd

-styrkja

Hvað er hakkaþon?

Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Teymunum býðst einnig að sækja vinnustofur og tala við mentora sem hjálpa þeim í gegnum ferlið.

 

Óskað er eftir hugmyndum að áskorunum frá samfélaginu fyrir þátttakendur að leysa á hakkaþoninu. Áskoranirnar geta verið allt frá velferðarmálum til menntamála og heilbrigðisþjónustu eða einhverju allt öðru.