Verkefnin

Besta gagnaverkefnið – 750.000 kr

7.7.2020

Í þessum flokki er búist við fullkláraðri lausn í þeim skilningi að skýr tenging sé við eitt eða fleiri af þeim gagnasettum sem lögð eru fram, ásamt því að kóða fyrir lausnina sé skilað inn. 

Skilyrði er að nota a.m.k. eitt gagnasett af þeim sem lögð eru fram í Gagnaþoninu, en vinningslíkur aukast ef fleiri en eitt gagnasett eru notuð. 

Dómnefnd skipa:

  • Hafsteinn Einarsson, Lektor í tölvunarfræði, Háskóli Íslands
  • Sigrún Ágústsdóttir, Forstjóri, Umhverfisstofnun
  • Karl Friðriksson, Forstöðurmaður, Nýsköpunarmiðstöð

Matsatriði dómnefndar:

Dómnefnd mun líta til eftirfarandi þátta við val á bestu lausninni:

  • Er lausnin nýstárleg / frumleg?
  • Hvað með notagildi / hagkvæmni lausnarinnar?
  • Mun lausnin gagnast umhverfinu?
  • Býr það til verðmæti til framtíðar?
  • Verður hugmyndin þróuð út fyrir Gagnaþonið?

Lausnir verða að sjálfsögðu metnar út frá hversu vel þær þjóna umhverfinu og út frá nýtingu af opnum gagnasettum.

Skilyrði:

  • Skilyrði er að nota a.m.k. eitt af þeim opnu gangasettum sem birt eru á heimasíðu gagnaþonsins en vinningslíkur aukast ef fleiri gagnasett er notuð (á gagnlegan hátt).
  • Teymi þurfa að skila inn kóða fyrir lausn sína

Verðlaun:

Verðlaunaupphæð er 750.000 kr.

 

 

Á þessari síðu

Deila þessari síðu
Var efnið á síðunni hjálplegt?